Fjölbreytt ráðgjöf verklegra framkvæmda
Helstu svið okkar eru:
Helstu svið okkar eru:
Á burðarþolssviði starfar reyndur hópur verk- og tæknifræðinga með sérþekkingu á ýmsum sviðum burðarvirkjahönnunar, meðal annars jarðskjálftaverkfræði, sveiflugreiningu mannvirkja, klæðningalausnum og glerburðarvirkjum.
Reynsla starfsmanna Ferils á burðarvirkjasviði spannar 40 ár. Þekking okkar og reynsla af verkefnum á Íslandi er okkur mikils virði og gerir okkur kleift að tryggja lausnir sem henta íslenskum aðstæðum.
Lykillinn að góðri burðarvirkjahönnun er:
- Þekking
- Reynsla
- Samvinna

Á framkvæmdasviði Ferils starfar fjölbreyttur hópur verk- og tæknifræðinga sem kappkostar að leita hagkvæmustu leiða í verklegum framkvæmdum.
Mjög mikil áhersla er lögð á góðan undirbúning verkefna og vandaðar áætlanagerðir. Kostnaðareftirlit er eitt af mikilvægustu þáttum framkvæmda og stöðug eftirfylgni tryggir að markmið verkefna náist.

Á lagnasviði starfar öflugur hópur verk- og tæknifræðinga sem leitast við að hanna lagnakerfi á sem hagkvæmastan hátt. Einnig hafa margir í þessum hópi iðnmenntun sem reynst hefur mjög vel.
Starfsfólk lagnasviðs hefur mikla reynslu í hönnun lagnakerfa, bæði hönnun á almennum lagnakerfum sem og flóknum og sérhæfðum kerfum.
Hönnun lagnakerfa hefur mikil áhrif á gæði þess umhverfis sem fólk býr og vinnur í og þar með líðan þess og heilbrigði.
Við leggjum áherslu á:
- Góða þekkingu starfsmanna
- Stöðuga endurmenntun
- Besta hugbúnað sem völ er á

Á raflagnasviði starfa metnaðarfullir rafmagnstæknifræðingar með víðtæka þekkingu á raflagnahönnun fyrir fjölbreytt mannvirki. Allir starfsmenn sviðsins eru iðnmenntaðir sem veitir góða innsýn í framkvæmdaferlið.
Starfsfólk raflagnasviðs hefur reynslu af öllum þáttum hönnunar og gerð útboðsgagna rafkerfa fyrir mannvirki; hönnun á almennum raflögnum, lýsingu og sérhæfðum kerfum.
