Ferill verkfræðistofa

Ferill ehf. var stofnað árið 1978 og í upphafi starfaði fyrirtækið aðallega við hönnun burðarvirkja og lagna fyrir nýbyggingar.

Á síðari árum hefur fyrirtækið þróast í alhliða ráðgjafafyrirtæki fyrir byggingariðnaðinn á sviði burðarvirkjahönnunar, lagnahönnunar, verkefnastjórnunar, byggingastjórnunar og framkvæmdaeftirlits.

Í dag starfa um 30 manns hjá fyrirtækinu.

Sagan

1978 Gunnar Sch. Thorsteinsson og Snæbjörn Kristjánsson stofna sína eigin verkfræðistofu.
1983 Eftir að hafa verið aðeins tveir í fimm ár ráða þeir þriðja starfsmanninn.
1990 Íslendingar byrja að reisa háhýsi af miklum eldmóð. Ferill tók þátt í að hanna fjölda háhýsa, svo sem við Árskóga, Lautarsmára, Skúlagötu, Hraunbæ, Veghús og Hverafold.
1992 Ferill flytur í eigið húsnæði í Mörkinni.
2009 Upp úr aldamótunum fjölgar starfsmönnum Ferils mikið og verkum sömuleiðis. Í dag starfa hjá Ferli um þrjátíu verk- og tæknifræðingar.
2020 Ferill stofnar raflagnasvið

Gæðamarkmið Ferils

1. Að fjöldi skráðra ábendinga og kvartana vegna þjónustu Ferils sé undir 10% af heildar fjölda verkefna.
2. Að fjöldi skráðra ábendinga og kvartana vegna framkomu starfsfólks við viðskiptavini, vegfarendur og aðra er tengjast starfsemi fyrirtækisins undir 10% af heildar fjölda verkefna.

Gæðastefna Ferils

1. Uppfylla kröfur viðskiptavina sinna með því að leitast ávallt við að veita framúrskarandi þjónustu og leggja til faglegar, hagkvæmar og hagnýtar lausnir.
2. Leggja áherslu á að hafa yfir að ráða hæfu starfsfólki og leggja áherslu á stöðuga framþróun sinna starfsmanna. Styðja frumkvæði þeirra.
3. Skapa fyrirmyndar aðstöðu og aðbúnað fyrir starfsmenn sína.
4. Beita viðurkenndum aðferðum gæðastjórnunar þar sem allir starfsmenn taka virkan þátt í að vinna stöðugt að endurbótum.
5. Öll hönnun Ferils skuli gerð samkvæmt gildandi evrópustöðlum og þjóðarstöðlum Íslands.
6. Gæta hagkvæmni í starfsemi þannig að rekstur Ferils skili hámarks þjónustu fyrir þá tekjustofna sem standa undir starfseminni.
7. Fylgja og hlíta opinberum kröfum sem gerðar eru til starfsemi Ferils hverju sinni.
8. Fylgja lögum, reglugerðum og reglum sem lúta að starfsemi Ferils, stjórnsýslulögum, lögum um persónuvernd, upplýsingalögum og öðrum lögum sem kunna að eiga við.
9. Fylgja öllum samningum sem Ferill eru aðili að og varða starfsemina á einhvern hátt.