Árið 2024 var ánægjulegt hjá Ferli þar sem fyrirtækið rataði í 9. sæti á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri. Ferill hefur verið á þessum lista frá 2018 og við erum stolt af því að vera meðal þeirra fyrirtækja sem ná þessum árangri sem aðeins 2,9% fyrirtækja landsins ná.
Einnig var Ferill á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki fyrir árið 2024 en það er í 11 skiptið í röð þar sem ferill hefur verið á þeim lista en Ferill hefur verið á þeim lista síðan 2014. Einungis 1.131 virkra fyrirtækja hérlendis, eða 2,5% náðu að komast á þennan lista í ár.
Við erum stolt af þessum viðurkenningum en þær fela í sér kröfur um ársreikninga, rekstrartekjur, rekstrarhagnað, eignastöðu, eiginfjárhlutfall, rekstrarniðurstöðu og annað er varðar liðið rekstrarár og jafnvel lengra aftur í tímann.
Við viljum nýta tækifærið og þakka starfsfólki okkar fyrir framúrskarandi framlag sitt og við hlökkum til að halda áfram að vinna að komandi verkefum með viðskiptavinum og samstarfsaðilum á þessum sterka grunni.Blað viðskiptablaðsins varðandi fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri má finna hér og grein Creditinfo vegna framúrskarandi fyrirtækja hér.