Á dögunum var tekin fyrsta skóflustunga að hjúkrunarheimili í Hveragerði. Um er að ræða framkvæmd á vegum Grundarheimilanna og mun byggingin hýsa 44 einakrými fyrir íbúa og tilheyrandi aðstöðu sem bætist við það húsnæði og starfsemi sem að Ás hefur nú þegar á staðnum.
Ferill annast alla jarðvinnu-, burðarþols-, lagna-, loftræsi- og raflagnahönnun í verkinu. Gláma/Kím sér um aðalhönnun og verktaki er Húsvirki. Að auki koma DSP Ísland og Örugg verkfræðistofa að hönnuninni.
Við erum spennt fyrir því að fá að fylgjast með hönnun okkar verða að veruleika og óskum öllum sem að verkinu koma til hamingju með þennan áfanga í verkinu.
Nánar má lesa um skóflustunguna á vef Stjórnarráðs Íslands, hér.