Ný Bónusverslun í Holtagörðum

Á morgun, laugardaginn 22. júlí opnar Bónus nýja matvöruverslun í Holtagörðum. Ferill hefur haft veg og vanda af verkefnisstjórn og rekstri verkefnisins auk þess að hanna burðarvirki, lagnir og loftræsingu. Framkvæmdir hófust 3. október 2022 og gerðar voru töluverðar breytingar á húsnæðinu, meðal annars á burðarvirki, innra skipulagi og byggt var nýtt veglegt anddyri svo eitthvað sé nefnt. Verslunin sem er rúmir 2.500 fermetrar er hluti af stærri framkvæmd en alls er verið að endurinnrétta og breyta um 12.000 fermetrum.  Um miðjan september er svo áætlað að taka í notkun breytt útlit sameignar ásamt því að opna þrjár nýjar veglega innréttaðar premium outlet verslanir, samtals um 7.000 fermetra, með öllum helstu íþrótta-, tísku- og skó vörumerkjum landsins.

Við hvetjum fólk til að renna við og gera útileguinnkaupin í þessari glæsilegu verslun og óskum Högum og Reitum til hamingju með áfangann.

Meira um málið má lesa hér.

Skildu eftir svar