Ferill í Glasgow

Dagana 15.-18. nóvember síðastliðinn skellti starfsfólk Ferils verkfræðistofu sér í flotta árshátíðarferð til Glasgow og átti stór hluti starfsmanna ásamt mökum heimangengt. Allir skemmtu sér frábærlega, enda hefur sannað sig að skemmtileg samvera utan vinnu skilar sér í enn betri starfsanda.

Vel fór um mannskapinn á hóteli sem heitir Holiday Inn Glasgow – City Ctr Theatreland og er staðsett á besta stað í borginni, í göngufæri við allar bestu sjoppurnar.

Boðið var upp á skipulagða afþreyingu og skoraði þar hátt heimsókn í verksmiðju Glengoyne, sem framleiðir hágæða single malt Whisky. Það var virkilega áhugavert að kynnast framleiðslunni og smakka misgamlar afurðir. Fólk naut einnig lífsins í ferðinni á eigin vegum, etthvað var verslað eins og gerist og rákust kollegar hvor á annan inni á bar, með bjór, að bíða eftir næstu sendingu af höldupokum.

Hápunktur ferðarinnar var svo árshátíðarkvöldið sjálft þar sem hlátur og gleði var allsráðandi. Hljómsveitin Hagalín&Hinir sló svo botninn í kvöldið með glæsilegum tónum.

Það var glaður og endurnærður hópur sem sneri aftur til vinnu á mánudeginum.

Skildu eftir svar