Author Archives: admin

Álfabakki 6 – Skóflustunga

Þann 10. mars síðastliðinn var fyrsta skóflustunga tekin að nýjum höfuðstöðvum Garðheima að Álfabakka 6. Þar stendur til að byggja glæsilega garðyrkjumiðstöð, verslun, fagmannaverslun og lager. Vínbúðin, Spíran og Garðheimar munu gera framhald á samstarfi sínu og þau fyrrnefndu flytja með í nýju bygginguna. Um er að ræða 7.000 fm stálgrindarhús ásamt útisölusvæði á 20.000…

Ferill í Þríhnúkagíg

Laugardagsmorguninn 2.október 2021 hittust starfsmenn Ferils við Breiðabliks skálann í Bláfjöllum og héldu í gönguferð upp að Þríhnúkagíg. Þríhnúkagígur er stærsti gígurinn í gígaröð sem staðsett er vestur að skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Gangan var létt og skemmtileg og tók u.þ.b 40 mín. Þegar við komum á áfangastað tók starfsfólk 3H Travel á vel á móti…

Tempus tímaskráningarkerfi

Við á Ferli höfum frá árinu 2014 átt farsælt samstarf með Ými Sigurðarsyni vefhönnuði sem heldur úti tímaskráningarkerfinu Tempus. Fyrir fyrirtæki eins og Feril skiptir miklu að svona kerfi sé aðgengilegt, einfalt í notkun og að skráningin sé fljótleg. Kerfið var lagað sérstaklega að okkar þörfum og óhætt að segja að hér ríki almenn ánægja…

Íbúðarkjarni við Eskiás

Í Ásahverfi í Garðabæ er hafin uppbygging og þétting byggðar og þar var í síðustu viku tekin fyrsta skóflustunga að nýjum íbúðakjarna. Hönnunarteymi Ferils sér um burðarvirkis-, lagna- og raflagnahönnun í þessu spennandi verkefni en byggingarnar verða alls níu talsins og munu rísa á næstu fjórum árum. Samtals er um að ræða 276 íbúðir sem…

Nýtt raflagnasvið Ferils

Við á Ferli verkfræðistofu kynnum með stolti nýtt svið innan fyrirtækisins sem mun hafa með höndum raflagnahönnun. Það eru þau Þóra Björk Samúelsdóttir og Hjalti Freyr Guðmundsson sem munu manna deildina en bæði eru þau menntaðir rafvirkjar, með B.Sc í rafmangstæknifræði og hafa unnið sem rafvirkjar og við raflagnahönnun um árabil. Með þessu opnast ný…

Nýtt útibú Arion banka og Varðar

Arion banki og Vörður hafa opnað nýtt og glæsilegt 500m2 sameiginlegt útibú á Gerártorgi á Akureyri. Þannig ætla Arion og Vörður að tryggja góða banka- og tryggingarþjónustu á einum og sama staðnum. Útibúið er nútímalegt og lögð áhersla á sjálfsafgreiðslu sem er aðgengileg allan sólahringinn. Ferill sá um hönnun burðarvirkis, lagnahönnun, útboð verkþátta og hafði…

Framkvæmdir að Kornagörðum 1

Hafnar eru framkvæmdir í Korngörðum 1 þar sem til stendur að opna nýja kæli- og frystigeymslu Aðfanga hf. Byggingin er viðbygging við núverandi vörugeymslu Banana og mun að mestu geyma frosna og kælda matvöru. DAP arkitektar eru aðalhönnuðir, burðarvirki og lagnir voru hönnuð á Ferli, raflagnahönnun er á vegum Verkhönnunar en Kælismiðjan Frost hefur hönnun…

Ferill í Glasgow

Dagana 15.-18. nóvember síðastliðinn skellti starfsfólk Ferils verkfræðistofu sér í flotta árshátíðarferð til Glasgow og átti stór hluti starfsmanna ásamt mökum heimangengt. Allir skemmtu sér frábærlega, enda hefur sannað sig að skemmtileg samvera utan vinnu skilar sér í enn betri starfsanda. Vel fór um mannskapinn á hóteli sem heitir Holiday Inn Glasgow – City Ctr…

Grunnbúðir Everest

Þýska stálið okkar hún Corinna Hoffmann er ekki þekkt fyrir að láta skammdegið leika sig grátt og í haust skellti hún sér í ferð upp í grunnbúðir Everest. Þetta ótrúlega ævintýri Corinnu hófst þann 9 okt. í Lukla í 2.840m hæð. Á 17 dögum var gengið í 17 manna hópi upp í grunnbúðir Everest sem eru…