Nýtt útibú Arion banka og Varðar

Arion banki og Vörður hafa opnað nýtt og glæsilegt 500m2 sameiginlegt útibú á Gerártorgi á Akureyri. Þannig ætla Arion og Vörður að tryggja góða banka- og tryggingarþjónustu á einum og sama staðnum. Útibúið er nútímalegt og lögð áhersla á sjálfsafgreiðslu sem er aðgengileg allan sólahringinn. Ferill sá um hönnun burðarvirkis, lagnahönnun, útboð verkþátta og hafði yfirumsjón með verkinu á framkvæmdartíma. Hönnun verksins hófst á vormánuðum 2019, framkvæmdir hófst í ágúst 2019 og kláruðust um miðjan nóvember.

Skildu eftir svar