Category Archives: Fréttir

Ferill yngir upp

Á þessu ári eru 45 ár liðin frá stofnun Ferils ehf., verkfræðistofu.  Félagið var stofnað á árinu 78 og í dag 1. mars er fyrsti framkvæmdastjóri Ferils, Snæbjörn Kristjánsson, 78 ára. Um leið og við óskum honum til hamingju með afmælið viljum við tilkynna að ráðinn hefur verið nýr framkvæmdastjóri, Freyr Brynjarsson. Freyr tekur við…

Ferill fær jafnlaunastaðfestingu

Okkur er ánægja að greina frá því að Ferill er með fyrstu fyrirtækjum til að fá jafnlaunastaðfestingu. Á heimasíðu Jafnréttisstofu má lesa: „Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á því að lögð hafi verið fram gögn sem sýna fram á það, með fullnægjandi hætti, að launakerfi fyrirtækisins eða stofnunarinnar og framkvæmd þess mismuni ekki í launum á…

Fjallaböðin í Þjórsárdal verða að veruleika

03.11.2022 var fyrsta skóflustungan tekin að Fjallaböðunum í Þjórsárdal. Það voru þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa Lónsins, Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Magnús Orri Marínarson Schram framkvæmdarstjóri Fjallabaðanna sem tóku saman skóflustunguna. Hér er á ferð metnaðarfull uppbygging í Þjórsárdal sem áætlað er að verði komin í gagnið árið…

Álfabakki 6 – Skóflustunga

Þann 10. mars síðastliðinn var fyrsta skóflustunga tekin að nýjum höfuðstöðvum Garðheima að Álfabakka 6. Þar stendur til að byggja glæsilega garðyrkjumiðstöð, verslun, fagmannaverslun og lager. Vínbúðin, Spíran og Garðheimar munu gera framhald á samstarfi sínu og þau fyrrnefndu flytja með í nýju bygginguna. Um er að ræða 7.000 fm stálgrindarhús ásamt útisölusvæði á 20.000…

Ferill í Þríhnúkagíg

Laugardagsmorguninn 2.október 2021 hittust starfsmenn Ferils við Breiðabliks skálann í Bláfjöllum og héldu í gönguferð upp að Þríhnúkagíg. Þríhnúkagígur er stærsti gígurinn í gígaröð sem staðsett er vestur að skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Gangan var létt og skemmtileg og tók u.þ.b 40 mín. Þegar við komum á áfangastað tók starfsfólk 3H Travel á vel á móti…

Tempus tímaskráningarkerfi

Við á Ferli höfum frá árinu 2014 átt farsælt samstarf með Ými Sigurðarsyni vefhönnuði sem heldur úti tímaskráningarkerfinu Tempus. Fyrir fyrirtæki eins og Feril skiptir miklu að svona kerfi sé aðgengilegt, einfalt í notkun og að skráningin sé fljótleg. Kerfið var lagað sérstaklega að okkar þörfum og óhætt að segja að hér ríki almenn ánægja…

Íbúðarkjarni við Eskiás

Í Ásahverfi í Garðabæ er hafin uppbygging og þétting byggðar og þar var í síðustu viku tekin fyrsta skóflustunga að nýjum íbúðakjarna. Hönnunarteymi Ferils sér um burðarvirkis-, lagna- og raflagnahönnun í þessu spennandi verkefni en byggingarnar verða alls níu talsins og munu rísa á næstu fjórum árum. Samtals er um að ræða 276 íbúðir sem…

Nýtt raflagnasvið Ferils

Við á Ferli verkfræðistofu kynnum með stolti nýtt svið innan fyrirtækisins sem mun hafa með höndum raflagnahönnun. Það eru þau Þóra Björk Samúelsdóttir og Hjalti Freyr Guðmundsson sem munu manna deildina en bæði eru þau menntaðir rafvirkjar, með B.Sc í rafmangstæknifræði og hafa unnið sem rafvirkjar og við raflagnahönnun um árabil. Með þessu opnast ný…

Nýtt útibú Arion banka og Varðar

Arion banki og Vörður hafa opnað nýtt og glæsilegt 500m2 sameiginlegt útibú á Gerártorgi á Akureyri. Þannig ætla Arion og Vörður að tryggja góða banka- og tryggingarþjónustu á einum og sama staðnum. Útibúið er nútímalegt og lögð áhersla á sjálfsafgreiðslu sem er aðgengileg allan sólahringinn. Ferill sá um hönnun burðarvirkis, lagnahönnun, útboð verkþátta og hafði…