Ferill framúrskarandi og til fyrirmyndar árið 2023

Á nýliðnu ári var Ferill í 10. sæti á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri en Ferill hefur verið á listanum árlega frá árinu 2018. Aðeins 2,8% fyrirtækja landsins, eða 1.408 fyrirtæki, fengu viðurkenninguna í ár.

Þá var Ferill einnig á lista Creditinfo fyrir árið 2023 yfir farmúrskarandi fyrirtæki en Ferill hefur hlotið viðurkenninguna árlega frá árinu 2014. Um 2% virkra fyrirtækja hérlendis komust nú á listann eða 1.006 fyrirtæki.

Við erum stolt af þessum viðurkenningum en þær fela í sér kröfur um ársreikninga, rekstrartekjur, rekstrarhagnað, eignastöðu, eiginfjárhlutfall, rekstrarniðurstöðu og annað er varðar liðið rekstrarár og jafnvel lengra aftur í tímann.

Við þökkum þennan góða árangur starfsfólki okkar og hlökkum til að vinna áfram að komandi verkefnum með viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum á þessum trausta grunni.

Grein viðskiptablaðsins vegna fyrirmyndarfyrirtækja í rekstri árið 2023 má nálgast hér og lista Creditinfo um framúrskarandi fyrirtæki hér.

 

 

Skildu eftir svar