Nýtt raflagnasvið Ferils

Við á Ferli verkfræðistofu kynnum með stolti nýtt svið innan fyrirtækisins sem mun hafa með höndum raflagnahönnun. Það eru þau Þóra Björk Samúelsdóttir og Hjalti Freyr Guðmundsson sem munu manna deildina en bæði eru þau menntaðir rafvirkjar, með B.Sc í rafmangstæknifræði og hafa unnið sem rafvirkjar og við raflagnahönnun um árabil. Með þessu opnast ný tækifæri fyrir okkur að bjóða upp á heildstæða hönnunarpakka og vonum við að þetta verði viðskiptavinum okkar til góðs. Við bjóðum þau Þóru og Hjalta velkomin til starfa og erum spennt að fá þau í Ferilsfjölskylduna.

Skildu eftir svar