Grunnbúðir Everest

Þýska stálið okkar hún Corinna Hoffmann er ekki þekkt fyrir að láta skammdegið leika sig grátt og í haust skellti hún sér í ferð upp í grunnbúðir Everest. Þetta ótrúlega ævintýri Corinnu hófst þann 9 okt. í Lukla í 2.840m hæð. Á 17 dögum var gengið í 17 manna hópi upp í grunnbúðir Everest sem eru í 5.364 m hæð. Farin var óhefðbundin leið upp um Gokyo RI og Cho-la Pass. Hér fyrir neðan má sjá kort af gönguleiðinni. Corinna gekk einnig áleiðs á tindinn Island Peak sem er 6180m og fór sjálf upp í 5.700m hæð. Við hjá Ferli bíðum spennt eftir að sjá hvaða ævintýri Corinna tekur sér næst fyrir hendur.

Sjón er sögu ríkari. Hér má sjá nokkrar myndir frá ferðalagi Corinnu.

Skildu eftir svar