Ferill fær jafnlaunastaðfestingu

Okkur er ánægja að greina frá því að Ferill er með fyrstu fyrirtækjum til að fá jafnlaunastaðfestingu.

Á heimasíðu Jafnréttisstofu má lesa: „Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á því að lögð hafi verið fram gögn sem sýna fram á það, með fullnægjandi hætti, að launakerfi fyrirtækisins eða stofnunarinnar og framkvæmd þess mismuni ekki í launum á grundvelli kyns.”

Hjá Ferli starfa 38 starfsmenn, þar af 30 karlar og 8 konur og hjá fyrirtækinu hefur verið lögð áhersla á að starfsfólki sé ekki mismunað á grundvelli kyns.
Við erum stolt af því að hafa hlotið þessa staðfestingu og hlökkum til að sjá fleiri fyrirtæki bætast í hópinn.

Hér má sá lista Jafnréttisstofu

Skildu eftir svar