Highland base í Kerlingarfjöllum

Mjög metnaðarfull uppbygging ferðaþjónustu hefur staðið yfir síðastliðin 2 ár í Kerlingarfjöllum og er stefnt á opnun svæðisins í sumar undir heitinu “Highland base – Kerlingarfjöll”.  Bláa lónið hefur haft veg og vanda af uppbyggingu svæðisins og kemur til með að taka við rekstri ferðaþjónustu á svæðinu. Á svæðinu verður veitingastaður fyrir um 80 manns og boðið upp á gistingu fyrir um 120 manns, allt frá svefnpokaplássum upp í hótelgistingu. Einnig verður baðaðstaða fyrir gesti staðarins.

Ferill ehf, verkfræðistofa hefur haft með höndum alla lagna- og raflagnahönnun í góðu samstarfi við verkefnisstjóra og Basalt sem eru aðalhönnuðir verkefnisins.  Nánar má lesa um þá glæsilegu uppbyggingu hér og hér.

Skildu eftir svar