Author Archives: Magnús

Ferill framúrskarandi og til fyrirmyndar árið 2023

Á nýliðnu ári var Ferill í 10. sæti á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri en Ferill hefur verið á listanum árlega frá árinu 2018. Aðeins 2,8% fyrirtækja landsins, eða 1.408 fyrirtæki, fengu viðurkenninguna í ár. Þá var Ferill einnig á lista Creditinfo fyrir árið 2023 yfir farmúrskarandi fyrirtæki en Ferill hefur hlotið…

Ný Bónusverslun í Holtagörðum

Á morgun, laugardaginn 22. júlí opnar Bónus nýja matvöruverslun í Holtagörðum. Ferill hefur haft veg og vanda af verkefnisstjórn og rekstri verkefnisins auk þess að hanna burðarvirki, lagnir og loftræsingu. Framkvæmdir hófust 3. október 2022 og gerðar voru töluverðar breytingar á húsnæðinu, meðal annars á burðarvirki, innra skipulagi og byggt var nýtt veglegt anddyri svo…

Highland base í Kerlingarfjöllum

Mjög metnaðarfull uppbygging ferðaþjónustu hefur staðið yfir síðastliðin 2 ár í Kerlingarfjöllum og er stefnt á opnun svæðisins í sumar undir heitinu “Highland base – Kerlingarfjöll”.  Bláa lónið hefur haft veg og vanda af uppbyggingu svæðisins og kemur til með að taka við rekstri ferðaþjónustu á svæðinu. Á svæðinu verður veitingastaður fyrir um 80 manns…

Ferill yngir upp

Á þessu ári eru 45 ár liðin frá stofnun Ferils ehf., verkfræðistofu.  Félagið var stofnað á árinu 78 og í dag 1. mars er fyrsti framkvæmdastjóri Ferils, Snæbjörn Kristjánsson, 78 ára. Um leið og við óskum honum til hamingju með afmælið viljum við tilkynna að ráðinn hefur verið nýr framkvæmdastjóri, Freyr Brynjarsson. Freyr tekur við…

Ferill fær jafnlaunastaðfestingu

Okkur er ánægja að greina frá því að Ferill er með fyrstu fyrirtækjum til að fá jafnlaunastaðfestingu. Á heimasíðu Jafnréttisstofu má lesa: „Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á því að lögð hafi verið fram gögn sem sýna fram á það, með fullnægjandi hætti, að launakerfi fyrirtækisins eða stofnunarinnar og framkvæmd þess mismuni ekki í launum á…

Fjallaböðin í Þjórsárdal verða að veruleika

03.11.2022 var fyrsta skóflustungan tekin að Fjallaböðunum í Þjórsárdal. Það voru þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa Lónsins, Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Magnús Orri Marínarson Schram framkvæmdarstjóri Fjallabaðanna sem tóku saman skóflustunguna. Hér er á ferð metnaðarfull uppbygging í Þjórsárdal sem áætlað er að verði komin í gagnið árið…