Íbúðarkjarni við Eskiás

Í Ásahverfi í Garðabæ er hafin uppbygging og þétting byggðar og þar var í síðustu viku tekin fyrsta skóflustunga að nýjum íbúðakjarna. Hönnunarteymi Ferils sér um burðarvirkis-, lagna- og raflagnahönnun í þessu spennandi verkefni en byggingarnar verða alls níu talsins og munu rísa á næstu fjórum árum. Samtals er um að ræða 276 íbúðir sem verða mismunandi að stærð, frá 70 fer­metr­um og upp í 135 fer­metra, en allar munu þær hafa sér inngang. Húsin verða á tveimur til þremur hæðum og mynda hringi um skjólgóða inngarða og því ljóst að hér er um hugguleg framtíðarheimili að ræða.

Hönnunarvinna og undirbúningur eru komin vel á veg og áætlað er að fyrstu íbúðir fari í sölu snemma á næsta ári. Nán­ari upp­lýs­ing­ar má nálg­ast á heimasíðu verk­efn­is­ins.

Skildu eftir svar