Category Archives: Fréttir

Nýtt raflagnasvið Ferils

Við á Ferli verkfræðistofu kynnum með stolti nýtt svið innan fyrirtækisins sem mun hafa með höndum raflagnahönnun. Það eru þau Þóra Björk Samúelsdóttir og Hjalti Freyr Guðmundsson sem munu manna deildina en bæði eru þau menntaðir rafvirkjar, með B.Sc í rafmangstæknifræði og hafa unnið sem rafvirkjar og við raflagnahönnun um árabil. Með þessu opnast ný…

Nýtt útibú Arion banka og Varðar

Arion banki og Vörður hafa opnað nýtt og glæsilegt 500m2 sameiginlegt útibú á Gerártorgi á Akureyri. Þannig ætla Arion og Vörður að tryggja góða banka- og tryggingarþjónustu á einum og sama staðnum. Útibúið er nútímalegt og lögð áhersla á sjálfsafgreiðslu sem er aðgengileg allan sólahringinn. Ferill sá um hönnun burðarvirkis, lagnahönnun, útboð verkþátta og hafði…

Framkvæmdir að Kornagörðum 1

Hafnar eru framkvæmdir í Korngörðum 1 þar sem til stendur að opna nýja kæli- og frystigeymslu Aðfanga hf. Byggingin er viðbygging við núverandi vörugeymslu Banana og mun að mestu geyma frosna og kælda matvöru. DAP arkitektar eru aðalhönnuðir, burðarvirki og lagnir voru hönnuð á Ferli, raflagnahönnun er á vegum Verkhönnunar en Kælismiðjan Frost hefur hönnun…

Ferill í Glasgow

Dagana 15.-18. nóvember síðastliðinn skellti starfsfólk Ferils verkfræðistofu sér í flotta árshátíðarferð til Glasgow og átti stór hluti starfsmanna ásamt mökum heimangengt. Allir skemmtu sér frábærlega, enda hefur sannað sig að skemmtileg samvera utan vinnu skilar sér í enn betri starfsanda. Vel fór um mannskapinn á hóteli sem heitir Holiday Inn Glasgow – City Ctr…

Grunnbúðir Everest

Þýska stálið okkar hún Corinna Hoffmann er ekki þekkt fyrir að láta skammdegið leika sig grátt og í haust skellti hún sér í ferð upp í grunnbúðir Everest. Þetta ótrúlega ævintýri Corinnu hófst þann 9 okt. í Lukla í 2.840m hæð. Á 17 dögum var gengið í 17 manna hópi upp í grunnbúðir Everest sem eru…

Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri

Nýlega birti Viðskiptablaðið lista yfir þau fyrirtæki sem standa upp úr á Íslandi og eru þar með öðrum til fyrirmyndar í rekstri. Til þess að komast á listann þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði; fyrirtækin þurfa að hafa skilað jákvæðri afkomu á rekstrarárinu 2017, tekjur þurfa að hafa verið umfram 30 milljónir króna, eignir yfir…

Ferill í umfjöllun MagiCAD

Ferill nýtir margþættan hugbúnað í verkefnum fyrirtækisins.  Eitt af þeim er MagiCAD sem er hönnunarforrit fyrir lagna- og loftræsikerfi.  Ferill hefur notað þennan hugbúnað í um 10 ár. Nýleg bygging sem hönnuð var með MagiCAD er nýtt flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Flugskýlið er 10.500 fermetrar með 27 metra lofthæð og rúmar skýlið þrjár 737MAX flugvélar….

Dúx við HR

Síðastliðinn laugardag braut­skráðust 217 nem­end­ur frá Há­skól­an­um í Reykja­vík við hátíðlega at­höfn í Hörpu. Einn þeirra er Magnús Hagalín Ásgeirsson, starfsmaður Ferils til sex ára. Magnús hóf störf hjá okkur sem tækniteiknari árið 2012 en hefur frá árinu 2014 stundað nám í BSc í byggingartæknifræði við HR samhliða vinnu. Hann náði þeim eftirsótta árangri að…