Ferill í umfjöllun MagiCAD

Ferill nýtir margþættan hugbúnað í verkefnum fyrirtækisins.  Eitt af þeim er MagiCAD sem er hönnunarforrit fyrir lagna- og loftræsikerfi.  Ferill hefur notað þennan hugbúnað í um 10 ár.

Nýleg bygging sem hönnuð var með MagiCAD er nýtt flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Flugskýlið er 10.500 fermetrar með 27 metra lofthæð og rúmar skýlið þrjár 737MAX flugvélar. Vísað er í verkefnið á heimasíðu hugbúnaðarfyrirtækisins Progman sem framleiðir MagiCad, til kynningar á forritinu og til að sýna hvernig hægt er að nýta forritið við hönnun og samræmingu lagna og loftræsikerfa.

Hér má sjá nánari upplýsingar um fréttina hjá MagiCAD og einnig er hægt að sjá myndband þegar froðuslökkvikerfi var prófað í flugskýlinu, sjón er sögu ríkari.

Grein MagiCAD um verkefnið.
Grein Iceland Review um verkefnið.

Skildu eftir svar